Ítarleg leitarorð

Ítarleg leitarorð auðvelda þér að þrengja leitina þannig að einungis birtist þær leitarniðurstöður sem þú kýst.

Viltu eyða minni tíma í að fletta í gegnum óviðeigandi niðurstöður? Ítarleg leitarorð geta skilað þér betri leitarniðurstöðum svo að þú finnir aðeins það sem þú leitar að. Notaðu eftirfarandi leitarorð til að takmarka og bæta niðurstöður leitarinnar:

Leitarorð Skilgreining Dæmi
contains: Leggur áherslu á vefsvæði sem innihalda tengla í skráargerðirnar sem þú tilgreinir í leitarniðurstöðum. Til að leita að vefsvæðum sem innihalda tengla á Windows Media-hljóðskrár (.wma) skrifarðu music contains:wma.
ext: Skilar aðeins vefsíðum með þeirri skráarendingu sem þú tilgreinir. Til að finna skýrslur sem aðeins eru á DOCX-sniði slærðu inn leitarorð og síðan ext:docx.
filetype: Skilar aðeins vefsíðum af þeirri skráargerð sem þú tilgreinir. Til að finna skýrslur á PDF-sniði skrifarðu inn leitarorð og síðan filetype:pdf.
inanchor: eða inbody: eða intitle: Þessi leitarorð skila vefsíðum sem innihalda tiltekið leitarorð í lýsigögnum, s.s. krækju, meginmáli eða titli vefsvæðisins, í þessari röð. Tilgreindu aðeins eitt leitarorð í hverju tilviki. Þú getur fléttað saman mörg slík eins og þörf krefur. Til að finna vefsíður sem innihalda „msn“ í krækju og orðin „borg“ og „reykjavík“ í meginmáli skaltu skrifa inanchor:msn inbody:borg inbody:reykjavík.
ip: Finnur vefsvæði sem eru hýst á tiltekinni IP-tölu. IP-talan þarf að vera fjórföld með punktum á milli. Sláðu inn ip: og síðan IP-tölu vefsvæðisins. Sláðu inn IP:207.46.249.252.
language: Skilar vefsíðum á tilteknu tungumáli. Tilgreindu tungumálskóðann strax á eftir leitarorðinu language:. . Til að sjá aðeins vefsíður á íslensku um forngripi skaltu slá inn "forngripir" language:is.
loc: eða location: Skilar vefsíðum frá tilteknu landi eða svæði. Tilgreindu lands- eða svæðiskóðann strax á eftir leitarorðinu loc:. . Til að leggja áherslu á tvö eða fleiri tungumál skaltu nota rökvirkjann OR til að hópa saman tungumál. Til að sjá vefsíður um höggmyndir frá Bandaríkjunum eða Bretlandi skaltu skrifa sculpture (loc:US OR loc:GB). Til að fá lista yfir tungumálakóða sem hægt er að nota á Bing skaltu skoða Landa-, svæða- og tungumálakóðar.
prefer: Leggur áherslu á leitarorð eða annan leitarvirkja til að þrengja leitarniðurstöðurnar. Til að fá niðurstöður um fótbolta sem lúta aðallega að skipulagi skaltu skrifa fótbolti prefer:skipulag.
site: Skilar vefsíðum sem tilheyra tilgreindu vefsvæði. Til að leggja áherslu á tvö eða fleiri lén skaltu nota rökvirkjann OR til að hópa saman lénin. Þú getur notað site: til að leita að veflénum, rótarlénum og skráasöfnum sem eru ekki með hærra stigveldi en tvö þrep. Þú getur einnig leitað að vefsíðum sem innihalda tiltekið leitarorð á vefsvæði. Til að sjá vefsíður um hjartasjúkdóma frá vefsvæðum RÚV eða Morgunblaðsins skaltu skrifa "hjartasjúkdómar" (site:ruv.is OR site:mbl.is). Til að finna vefsíður um tölvuútgáfuna af Halo á vefsvæði Microsoft skaltu skrifa site:www.microsoft.com/games/pc halo.
feed: Finnur RSS- eða Atom-strauma á vefsvæði fyrir þau leitarorð sem leitað er að. Til að finna RSS- eða Atom-strauma um fótbolta skaltu skrifa feed:fótbolti.
hasfeed: Finnur vefsíður sem innihalda RSS- eða Atom-straum á vefsvæði fyrir þau leitarorð sem leitað er að. Til að finna vefsíður á vefsvæði Vísis sem innihalda RSS- eða Atom-strauma skaltu skrifa site:www.visir.is hasfeed:fótbolti.
url: Athugar hvort skráð lén eða vefslóð er til á skrá hjá Bing. Til að staðfesta að Microsoft-lénið sé á skrá skaltu skrifa url:microsoft.com.
Athugasemdir
  • Ekki hafa bil á eftir tvípunktinum í þessum leitarorðum.
  • Sumir eiginleikar og virkni sem lýst er hér eru hugsanlega ekki í boði í þínu landi eða á þínu svæði.

Tengd umfjöllunarefni

Ítarlegir leitarvalkostir

See more videos...