Verndaðu þig gegn spilliforritum og vefveiðum

Fáðu upplýsingar um af hverju við tilkynnum þér um vefsvæði sem geta verið skaðleg eða hættuleg og hvað eigendur vefsvæða geta gert til að lagfæra það.

Spilliforrit er forrit eða skrá sem hönnuð er til að skaða eða trufla tölvukerfi, t.d. vírus, ormur eða trójuhestur. Bing gerir tengla að vefsvæðum sem mögulega eru hættuleg óvirka í leitarniðurstöðum og tilkynnir þér að vefsvæðið kunni að setja upp spilliforrit sem skaðað getur tölvuna þína.

Vefveiðar eru aðferð þar sem reynt er að narra tölvunotendur til að gefa upp persónulegar eða fjárhagslegar upplýsingar í gegnum tölvupóst, á vefsvæði eða með símtali. Algeng aðferð vefveiða byrjar á tölvupóstskilaboðum eða vefsvæði sem lítur út fyrir að vera frá upprunasvæði sem má treysta, svo sem banka, kreditkortafyrirtæki eða þekktum söluaðila á netinu. Í tölvupóstsskilaboðunum er viðtakendum beint á sviksamlegt vefsvæði þar sem þeir eru beðnir um að veita persónugreinanlegar upplýsingar, eins og reikningsnúmer eða aðgangsorð. Þessar upplýsingar eru síðan yfirleitt nýttar í auðkennisþjófnað. Frekari upplýsingar um að bera kennsl á tölvupóstskeyti, tengla eða símtöl sem tengjast vefveiðum.

Hvers vegna var vefsvæðið merkt sem skaðlegt?

Vefsvæði er merkt sem skaðlegt þegar Bing finnur skaðlegt efni á einhverri síðu innan vefsvæðisins við venjubundna skráningu. Þetta felur í sér, en takmarkast ekki við, árásarkóða sem sótt getur spilliforrit í tölvuna þína. Bing mælir með því að þú forðist að fara á þessar síður. Frekari upplýsingar um hvernig forðast má hættulegt niðurhal er að finna í Öryggismiðstöð Microsoft.

Hvers vegna birtast aðeins viðvörunarboð? Hvers vegna var vefsvæðið ekki fjarlægt af skrá?

Síðurnar sem merktar eru sem skaðlegar eru oft lögmæt vefsvæði sem þriðji aðili hefur misnotað án vitneskju eiganda vefsvæðisins. Þar sem Bing leggur sig fram um að veita bæði viðeigandi og öruggar niðurstöður ákváðum við að hafa vefsíðuna með sem hluta af viðeigandi niðurstöðum en birta þér jafnframt viðvörunarboð.

Fyrir eigendur vefsvæða

Ef þú ert eigandi vefsvæðis geturðu fengið nánari upplýsingar um vefsvæðið þitt og ferli okkar við yfirferð á Vefstjóri á Bing Aðstoð og leiðarvísar:

Sumir eiginleikar og virkni sem lýst er hér eru hugsanlega ekki í boði í þínu landi eða á þínu svæði.

See more videos...