Læknisfræðilegar upplýsingar á Bing

Fáðu að vita hvernig Bing vinnur með sérfræðingum að því að yfirfara læknisfræðilegt efni okkar.

Læknisfræðilegar upplýsingar á Bing eru fengnar hjá traustum fræðilegum samstarfsaðilum og úr Bing þekkingargrafinu. Upplýsingar um heilsufarsvandamál eru yfirfarnar af hópi sérfræðinga á sviði læknisfræði.

Hvaða læknisfræðilegar upplýsingar eru í boði á Bing?

  • Heilsufarsvandamál: Fáðu upplýsingar um orsakir, einkenni, forvarnir, hliðarverkanir, greiningar, meðferðir og sérfræðinga sem leita skal til.
  • Greiningarpróf: Hvernig áttu að undirbúa þig, hverju má búast við, hverjar eru áhættuþættir og hliðarverkanir og hvernig á að túlka niðurstöður prófa.
  • Meðferðarferli: Fáðu að vita hverju þú mátt búast við fyrir og eftir meðferðarferli og á meðan á því stendur, sem og áhættuþætti og hliðarverkanir.
  • Einkenni: Algengar orsakir, hvenær leita skal læknis og hvað þú getur gert sjálf(ur).
  • Lyfjagjöf: Aukaverkanir, milliverkanir og viðvörunarorð.

Hvaða heimildir notar Bing til að veita læknisfræðilegar upplýsingar?

Upplýsingar um lyfjagjöf á Bing eru sóttar í First Databank og á önnur vefsvæði með læknisfræðilegum upplýsingum. Focus Medica veitir upplýsingar um heilsufarsvandamál, einkenni, próf og læknisfræðileg verkferli. Þessar upplýsingar eru yfirfarnar af hópi sérfræðinga á sviði læknisfræði hjá okkur. Hópurinn fer ekki yfir sértæk Bing leitarorð eða niðurstöður sem þau orð skila. Hópinn skipa sem stendur:

  • Dr. Bo Burns, DO, FACEP, The George Kaiser Family Foundation, yfirmaður bráðalækninga (University of Oklahoma)
  • Dr. Ilya Aleksandrovskiy, MD (University at Buffalo)
  • Dr. Patrick Kearns, MPH (Harvard Medical School), PGCert Med Ed (University of Glasgow), MRCP UK
  • Dr. Rahul S. Gandhi, MPH (Harvard Medical School), MBChB (University of Auckland)

Þegar þú leitar að læknisfræðilegum upplýsingum er hugsanlegt að þú sjáir hluta sem heitir „Fólk leitar einnig að“. Þessar upplýsingar byggja á leitarhegðun og þekkingargrafi okkar.

Ef þú leitar eftir sjúkdómseinkenni er hugsanlegt að þú sjáir hluta sem heitir „Tengd heilsufarsvandamál“. Þessi hlut byggir á leitarhegðun og þekkingargrafi okkar. Við skoðum þessar niðurstöður til að greina vægi þeirra.

Hvernig veitir Bing læknisfræðilegar upplýsingar á öðrum tungumálum?

Bing sækir gögn á ensku frá þriðju aðilum og þýðir þau. Við notum einnig gögn frá markaðssértækum læknisfræðilegum vefsvæðum til að bæta við upplýsingum þar sem við á. Þýðingar á læknisfræðilegum upplýsingum ber ævinlega að líta á sem leiðbeinandi upplýsingar, en ekki læknisfræðilega ráðgjöf. Microsoft hefur ekki farið yfir gögnin sem liggja til grundvallar og við getum ekki ábyrgst fullkomna nákvæmni.

Hvenær á að ráðfæra sig við lækni

Læknisfræðilegar upplýsingar á Bing ber ekki að líta á sem ráðgjöf frá lækni og upplýsingarnar eiga ekki við um alla. Ef þú ert með áhyggjur af heilsunni skaltu hafa samband við heilbrigðisstarfsmann. Ef um bráðatilvik er að ræða skaltu hringja tafarlaust í heimilislækninn eða í Neyðarlínuna.

Hvernig á að tilkynna rangar og villandi upplýsingar

Ef þú vilt veita endurgjöf um læknisfræðilegar upplýsingar á Bing, skaltu nota endurgjafartengilinn sem finna má neðst á hverri síðu.

Athugasemd

Læknisfræðilegar upplýsingar eru aðeins veittar um þau efnisatriði sem oftast er leitað eftir og er ekki ætlað að vera tæmandi listi yfir sjúkdóma, kvilla eða meðferðir.

See more videos...