Um persónulegt öryggi fyrir staðina mína

Ráðlegging til að hjálpa þér að tryggja öryggi þitt þegar þú setur upp staði á Bing-kortum. Börn undir 13 ára aldri ættu ekki að búa til staði.

Hægt er að leita að opinberum stöðum og þeir birtast sem niðurstöður frá notendum. Ef þú gerir lista yfir staði að einkalista er ekki hægt að leita að stöðunum en þú getur áfram deilt vefslóðinni. Í ljósi þess að opinberir staðir eru aðgengilegir öllum á internetinu skaltu grípa til varúðarráðstafana áður en þú vistar þá.

Lestu Siðareglur Windows til að ganga úr skugga um að þú haldir þig innan ramma reglnanna. Börn undir 13 ára aldri ættu ekki að búa til staði.

Beittu heilbrigðri skynsemi og eftirfarandi ráðum til að tryggja öryggi þitt:

  • Hafðu öryggi þitt ávallt í huga: Ekki opinbera upplýsingar sem þú myndir ekki vilja að einhver ókunnugur læsi. Hafðu öryggi fjölskyldu og vina einnig í huga.
  • Haltu auðkenni þínu leyndu: Ekki gefa upp raunverulegt nafn, heiti skóla, liðs eða vinnustaðar eða nokkrar aðrar upplýsingar sem nota mætti til að persónugreina þig.
  • Haltu heimilisfangi þínu leyndu: Ekki segja ókunnugum hvar þú býrð.
  • Haltu persónulegri dagskrá þinni leyndri: Ekki tilkynna ókunnugum á hvaða tímum þú kannt vera ein(n) heima.
  • Skoðaðu myndirnar þínar gaumgæfilega: Gakktu úr skugga um að á myndunum sjáist ekki húsnúmer, bílnúmer eða aðrar persónugreinanlegar upplýsingar.
  • Kannaðu falin gögn: Gakktu úr skugga um að lýsigögn eða eiginleikar myndanna þinni innihaldi ekki upplýsingar sem nota mætti til að persónugreina þig.
  • Kannaðu tenglana þína: Ekki gefa upp tengla á vefsvæði eða blogg sem innihalda upplýsingar sem nota mætti til að persónugreina þig.
  • Hafðu öryggi allra annarra í hávegum: Ekki gefa upp eða tengja á persónugreinanlegar upplýsingar annarra og ekki leyfa öðrum að gefa upp eða tengja á þínar persónuupplýsingar.

Sumir eiginleikar og virkni sem lýst er hér eru hugsanlega ekki í boði í þínu landi eða á þínu svæði.

Tengd umfjöllunarefni

Yfirsýn yfir það sem þú finnur
Senda athugasemdir eða tilkynna vandamál

See more videos...