Þýða vefsvæði

Láttu Bing-stiku þýða vefsíður fyrir þig sjálfkrafa.

Þýðingatól Bing-stika er ókeypis vélþýðingaþjónusta sem þú getur notað til að þýða texta vefsvæða í snatri yfir á önnur tungumál. Þýðingatól Bing-stika notar Microsoft Translator tölfræðilega vélþýðingartækni sem tengir þekkt orð og setningar við samsvaranir sínar í öðrum tungumálum. Vélþýðing getur verið gagnleg fyrir þá sem tala ekki tungumál til að fá hugmynd um upplýsingarnar sem birtast á vefsvæðinu, en vél er ekki innfæddur málhafi og vélþýddir textar eru ekki endilega alveg kórréttir.

  1. Opnaðu Internet Explorer.
  2. Opnaðu vefsíðu sem þú vilt láta þýða.
  3. Smelltu á hnappinn „Þýða“ Mynd af þýðingahnappi á Bing-stiku á Bing-stika.

    Ef þú sérð ekki hnappinn „Þýða“ skaltu bæta honum við Bing-stika. Nánari upplýsingar er að finna í Velja og skipuleggja hnappa Bing-stiku.

  4. Á stikunni Þýðingatól efst á síðunni velurðu tungumálið sem þú vilt að vefsvæðið birtist í.

    Bentu á þýðinguna til að sjá einhverja þýdda setningu á sínu upprunalega tungumáli.

Frekari upplýsingar um Bing-stika þýðingatólið er að finna á heimasíðu þýðingatóls Microsoft. Frekari upplýsingar um studd tungumál, sendingu athugasemda eða aðrar spurningar um Microsoft-þýðingatólið er að finna á Hjálp fyrir Microsoft Translator.

Athugasemdir
  • Ef þú ferð á vefsíðu sem er skrifuð á öðru tungumáli en sjálfgefnu tungumáli vafrans þíns spyr Bing-stika-þýðingatólið þig sjálfkrafa að því hvort þú viljir að hún verði þýdd. Smelltu á í áminningunni sem birtist undir Bing-stika leitarglugganum til að láta þýða vefsíðuna yfir á sjálfgefið tungumál vafrans.
  • Kveikt er á Bing-stika-þýðingatólinu á meðan þú skoðar þessa sömu vefsíðu. Þegar þú ferð á aðra vefsíðu er slökkt á Bing-stika-þýðingatólinu þar til þú ákveður að þýða aftur.

Tengd umfjöllunarefni

Um Bing-stiku

See more videos...