Áhugamál hjálpa þér að fylgjast með persónulegum áhugasviðum eins og fréttum, verðbréfum og veðri, svo þú hafir alltaf nýjustu upplýsingar um það sem er þér mikilvægt.
Eftir að þú bætir við áhugamálum fylgist Bing með þeim fyrir þig og birtir viðeigandi fréttir og uppfærslur á heimasíðu Bing, tölvupósti, tilkynningum o.fl.
Að svo stöddu geturðu fylgst með fjórum megináhugamálum á Bing: fréttum, veðri, efnahagsmálum og flugferðum. Við höldum áfram að bæta við áhugamálum til að gera notkun þína á Bing enn persónulegri og betri.
Þú sérð reiti fyrir áhugamál á heimasíðu Bing. Á MSN sérðu uppfærslur á síðum sem tengjast áhugamálum þínum. Ef þú hefur til dæmis áhuga á MSFT-hlutabréfaverði sérðu uppfærslur á MSN Money. Í Windows Phone 8.1 færðu uppfærslur beint í símann.
Þú getur bætt við áhugamálum með því að smella á stjörnuna við hlið leitarniðurstöðu eða með því að velja Bæta við áhugamáli.
Smelltu á Breyta því hvernig fylgst er með þessum áhugamálum úr leitarniðurstöðu eða farðu í „Áhugamálin mín“. Veldu áhugamálið sem þú vilt fjarlægja og smelltu á Eyða.
Farðu í stillingar og smelltu á Slökkva á til að slökkva á áhugamálum og hætta að fá uppfærslur.
Farðu í stillingar Bing og smelltu á „Sérsnið“. Smelltu á Hreinsa undir „Áhugamál“.
Þegar þú skráir þig í áhugamál sérðu nokkur byrjunaráhugamál, eins og veður og forsíðufréttir. Þú gætir líka séð áhugamál sem tengjast upplýsingum sem þú hefur veitt öðrum forritum sem eru tengd Microsoft-reikningnum þínum, eins og Cortana eða MSN. Þú getur bætt við eða eytt áhugamálum hvenær sem er.
Bing notar ekki upplýsingar út frá áhugamálum þínum til að birta þér markauglýsingar.
Microsoft-reikningur tengir tæki þín og reikninga saman hnökralaust, þannig að þú sérð alltaf áhugamálin þín á öllum tölvuvöfrum svo lengi sem þú ert innskráð(ur).
Þú verður að skrá þig inn á Microsoft-reikninginn þinn til að sjá áhugamálin þín.
Þú getur notað áhugamál og Fríðindi á Bing samtímis, en þú þarft að skrá þig í áhugamál og Fríðindi sitt í hvoru lagi.
Ef þú ert ekki að nota áhugamál eða Fríðindi á Bing að svo stöddu gæti komið upp beiðni um að skrá þig í hvort tveggja þegar þú skráir þig inn með Microsoft-reikningnum þínum. Þú getur alltaf skráð þig í eða úr hvoru tveggja af þessari síðu:
Sumir eiginleikar og virkni sem lýst er hér eru hugsanlega ekki í boði í þínu landi eða á þínu svæði að svo stöddu.